01 nóvember 2020

Nýjar sóttvarnareglur frá 1. nóvember

Góðan daginn!

Kennsla í einkatímum í Gítarskólanum
verður áfram samkvæmt stundatöflu.

Í reglugerð um sóttvarnir, sem gefin var út í dag segir m.a:

5. gr. Tónlistarskólar.

,,Tónlistarskólum er heimilt að sinna einstaklingskennslu 

með 2 metra nálægðartakmörkun milli starfsfólks og nemenda. 

Ekki er fleiri en tíu einstaklingum, þ.e. starfsfólki og nemendum, 

heimilt að vera í sama rými í einu, en gæta þarf að því að ekki verði um frekari blöndun hópa að ræða en í skólastarfi. 

Andlitsgrímur skulu notaðar í öllu starfi með nemendum 

þar sem því verður við komið. Foreldrar og aðstandendur 

skulu almennt ekki koma í tónlistarskóla nema brýna nauðsyn beri til. 

Aðrir en starfsmenn sem koma í tónlistarskóla, svo sem vegna vöruflutninga, skulu bera andlitsgrímur. 

Ráðstafanir skulu gerðar til að þrífa og sótthreinsa byggingar og búnað eftir hvern dag og milli einstaklinga og hópa í sama rými.''

Tilkynning þessa efnis barst til Gítarskóla Íslands, 1. nóv. 2020.

Bestu kveðjur-

Skrifstofan

01 ágúst 2020

Gítarnám haust 2020


Gítarnámskeið 

Haust 2020

Hefst mánudag 21. september 

Fyrir byrjendur og lengra komna, 

á öllum aldri 

Einkatímar 

40 mín. 1 x í viku, 12 vikur. 

Verð 72.000- 

Ath. frístundakort ÍTR gildir. 

Skráning hafin í síma 581 1281


gitarskoli@gitarskoli.is

Gítarskóli Íslands
Síðumúla 29 Reykjavík

Nemendur í námsskrárnámi athugið: 

Kennsla hefst  7.sept samkvæmt stundaskrá, 

hjá nemendum í heilu námi. 

Haustönn hefst 21.sept.  hjá nemendum í hálfu námi.

Knúið með Blogger.